Preview Mode Links will not work in preview mode

Fokk ég er með krabbamein


Mar 6, 2019

Það eru um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á hverju ári. Guðbjörn eða Bubbi er einn af þeim og segir hann okkur frá sinni reynslu. Hvað það þýðir að greinast ungur með lífshættulegan sjúkdóm og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það er alltaf áfall að greinast með krabbamein en hvað þá þegar maður er ungur og jafnvel í skóla, nýkomið út á vinnumarkaðinn, í barneignahugleiðingum eða með ung börn á framfæri, að spá í íbúðakaup og hreinlega bara að taka sín fyrstu skref inn í framtíðina. Það eru hinsvegar 70 ungir einstaklingar á hverju ári sem greinast með krabbamein sem þurfa að fara takast á við lífshættulegan sjúkdóm og allar þær afleiðingar sem honum fylgja. Guðbjörn eða Bubbi er einn af þeim en hann situr nú hjá mér og ætlar að segja okkur frá sinni reynslu að vera ungur og greinast með krabbamein.